Góðverk á jólumFréttatilkynning - - Lestrar 192
Sú hugmynd kviknaði hjá starfsmanni Sjóvár á Húsavík, Arnari Guðmundssyni, að starfsmenn fyrirtækisins í nafni Sjóvár myndu láta eitthvað gott af sér leiða nú fyrir jólin.
Ætlunin var að eyrnamerkja góðverkið börnum. Aðstaða sumra fjölskyldna í samfélaginu er þannig að þau eiga ekki von á að geta fært barni sínu jólagjöf um jólin.
Verandi starfsmaður Sjóvár sem og verkefnastjóri hjá Húsavíkurstofu tengdi Emilía Aðalsteinsdóttir hugmyndina saman í samfélagslega verkefnið, Góðverk á jólum, með Húsavíkurstofu, Sjóvá og Sparisjóð s-þingeyinga og síðast og mikilvægast íbúum svæðisins.
Í tilkynningu segir að verkefnið sé eyrnamerkt barnafjölskyldum sem þurfa að þiggja aðstoð frá Velferðarsjóði þingeyinga fyrir jólin. Í gegnum sjóðinn sér þetta samfélagslega verkefni leið til þess að aðstoða foreldra í erfiðri aðstöðu fjárhagslega til að kaupa gjöf fyrir sitt barni.
Verkefnið er því jákvætt á fleiri vegu þar sem það mun ekki aðeins gleðja börnin heldur einnig styðja við sölu Húsavíkurgjafabréfa og þar af leiðandi verslun í heimabyggð.
Svona gerir þú góðverk á jólum.
• Verslaðu Húsavíkurgjafabréf í Sparisjóði s-þing. á Húsavík að verðmæti 3.000 kr.
• Komdu með gjafabréfið í jólakassann í Sjóvá.
Starfsmenn Sjóvár munu taka að sér að varðveita gjafabréfin þar til þau verða færð Velferðasjóði Þingeyinga til úthlutunar 1. desember. Sjóvá hefur riðið á vaðið og gefið verkefninu 50 skt gjafabréf að upphæð 3.000 kr hvert.
Strax hefur orðið gríðarlega góð og jákvæð viðbrögð við verkefninu sem fór í gang þann 1. Nóv og mun standa yfir út nóvember.