30. des
Geimfarinn Kathy Sullivan og Belén Garcia Ovide hjá Ocean Missions á Húsavík verđlaunađarAlmennt - - Lestrar 191
Geimfarinn Kathy Sullivan hlaut Landkönnunarverđlaun Leifs Eiríkssonar í ár, en ţau voru veitt á Húsavík í gćr.
Ţađ er Könnunarsafniđ á Húsavík sem veitir verđlaunin ár hvert, en ţetta er í sjötta sinn sem ţau eru afhent fyrir afrek í landkönnun og vísindastarfi.
Kathy Sullivan er mikill Íslandsvinur en hún á ađ baki ţrjú geimflug og hefur ferđast 356 sinnum umhverfis jörđina, eđa nćrri 14 milljón kílómetra í geimnum.
Sullivan var í áhöfn geimskutlurnar Discovery sem kom Hubble sjónaukanum á braut um jörđu áriđ 1990. Ţá setti geimskutlan hćđarmet er hún flaug í 621 kílómetra hćđ yfir jörđu. Áriđ 2020 varđ Sullivan fyrst kvenna til ađ kafa niđur í Challenger dýpiđ í Maríanadjúpál, dýpsta parti hafsins sem er um 11 kílómetra undir sjávarmáli. Engin kona hefur ţannig kannađ stađi međ meiri hćđarmun, eđa samtals 632 kílómetra, 621 km yfir yfirborđi jarđar og 11 km undir sjávarmáli.
Áriđ 2013 skipađi Barack Obama Bandaríkjaforseti hana sem forstjóra NOAA, hafrannsókna- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna. Kathy sem er jarđfrćđingur ađ mennt er mikill Íslandsvinur og hefur heimsótt Ísland viđ mörg tćkifćri.
Ţá verđlaunađi safniđ Belén Garcia Ovide, stofnanda og forstöđukonu Ocean Missions á Húsavík, en samtök hennar vinna ađ verndun hafsvćđa og kortlagningu á plastmengun í höfum og viđ strendur Íslands.
Safniđ verđlaunađi jafnframt landkönnuđina Will Steger og J.R. Harris frá Bandaríkjunum, Dominique Gonçalves frá Mósambík, og Geoff Green frá Kanada. Formađur dómnenfdar var Jeff Blumenfeld, deildarforseti hjá The Explorers Club í Bandaríkjunum.
Hćgt er ađ lesa um alla verđlaunahafana á vefsíđu safnsins hér: https://www.explorationmuseum.com/awards/
Kathy Sullivan viđ Laxá, neđan bćjarins Helluvađs í Mývatnssveit, viđ uppáhalds veiđistađ geimfarans Neil Armstrong.
Mynd: Ragnar Th. Sigurđsson
Belén Garcia Ovide í leiđangri Ocean Missions. Mynd: Ocean Missions.