Friðgeir óskar eftir tilnefningum á Þingeyingi/Húsvíkingi ársins 2022

Friðgeir Bergsteinsson hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir skemmtilegum leik á Fésbókarsíðunni Húsavík fyrr og nú þar sem valinn var

Friðgeir Bergsteinsson.
Friðgeir Bergsteinsson.

Friðgeir Bergsteinsson hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir skemmtilegum leik á Fésbókarsíðunni Húsavík fyrr og nú þar sem valinn var Þingeyingur/Húsvíkingur ársins.

Friðgeir hyggst halda þessum leik áfram og óskar eftir tilnefningum á Þingeyingi/Húsvíkingi ársins 2022.

Á Húsavík fyrr og nú segir:

Mig langar að biðja ykkur, fylgjendur á þessari síðu, að senda mér ykkar tillögur að Þingeyingi/Húsvíkingi ársins 2022. Það má vera einhver sem ykkur finnst það skilið eða hefur skarað framúr í sínu starfi eða í sínum verkefnum.
 
Endilega sendið póst á netfangið mitt, fridgeirb@gmail.com eða einkapóst hér á facebook. Allar ábendingar er 100% trúnaður.
 
Ég er búinn að fá veglega gjöf frá IceWear sem er útivistarbúð með mér í lið og ætla þau að gefa Þingeyingi/Húsvíkingi ársins gjöf. Þau ætla gefa Ullarúlpu og ullarbuxur sem eru einangraðar með íslenskri ull. Vegleg verðlaun!
 
Fresturinn til að skila inn tillögum er til 31.desember 2022!
 
Hlakka til að heyra frá ykkur.
                                                                                               Friðgeir Bergsteinsson

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744