Flugeldasýning í boði Kiwanisklúbbsins Skjálfanda

Í kvöld, miðvikudagskvöldið 28. desember, verða „Kertaljósatónleikar SOS og gesta“ á Fosshótel Húsavík kl. 21:00.

Flugeldasýning í boði Kiwanisklúbbsins Skjálfanda
Aðsent efni - - Lestrar 760

Í kvöld,miðvikudagskvöldið 28. desember, verða „Kertaljósatónleikar SOS og gesta“  á Fosshótel Húsavík kl. 21:00.

Notaleg kvöldstund með fjölbreyttri dagskrá.

Fyrir tónleikana á tímabilinu 20:30-20:50 ætla félagar úr Kiwanisklúbbnum Skjálfanda að vera með glæsilega flugeldasýningu fyrir utan Fosshótel, eða nánar tiltekið á bílaplaninu norðan við Borgarhólsskóla.

Flugeldasýningar Skjálfanda eru einstakar undir öruggri stjórn Inga Sveinbjörns.

Sýningu þessari er ætlað að minna á flugeldasölu Kiwanis sem fram fer næstu daga í húsi Gámaþjónustu Norðurlands úti á Höfða.

Allur  ágóði  af sölunni fer til líknarmála og Björgunarsveitarinnar Garðars á Húsavík. Stærsta  verkefni klúbbsins á þessu starfsári er að aðstoða björgunarsveitina við að endurnýja björgunarbátinn Jón Kjartansson.

Kiwanisklúbburinn Skjálfandi. (Fréttatilkynning)


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744