03. jan
Elvar Bragason mađur ársinsAlmennt - - Lestrar 213
Friđgeir Bergsteinsson stóđ fyrir vali á Húsvíkingi/Ţingeyingi ársins líkt og undanfarin ár og var valiđ kunngjört á Nýársdag.
Fyrir valinu varđ Elvar Bragason.
Friđgeir ritar svo á Fésbókarsíđunni Húsavík fyrr og nú:
Elvar Bragason er Húsvíkingur/Ţingeyingur ársins áriđ 2022. Elvar hefur síđastliđin ár fariđ fyrir starfi Tónasmiđjunnar sem er partur af samtökunum „Ţú skiptir máli – forvarna- og frćđslustarf“.
Á heimasíđu Tónasmiđjunnar segir „Tónasmiđjan er skapandi starf fyrir ungt fólk á öllum aldri sem hefur áhuga á tónlist, menningu og tómstundum, vinna saman í hóp, einstaklingsmiđađ og skapa saman eitthvađ lifandi og skemmtilegt. Jákvćđar forvarnir til framtíđar.“
Áriđ 2022 hélt Tónasmiđjan ţrenna stórtónleika í Húsavíkurkirkju hvar ágođi miđasölu rann til góđgerđarmálefna. Á tónleikum Tónasmiđjunnar hafa tugir barna, ungmenna sem og fullorđinna stigiđ á stokk og veriđ partur af virku starfi samtakanna. Tónasmiđjan hefur smám saman fest sig í sessi sem eitt almetnađarfyllsta tómstundastarf sem er ađ finna á Húsavík.
Elvar fćr ţar ađ launum Úlpu og snjóbuxur frá Icewear.
Til hamingju Elvar. Takk allir kćrlega fyrir ađ senda mér ykkar tillögur og til hamingju allir hinir sem fengu atkvćđi.
Sjáumst hress á árinu 2023!
Bestu kveđjur,
Friđgeir Bergsteinsson