Einleikurinn Afinn með Sigurði Sigurjónsyni á Húsavík 17 mars!Aðsent efni - - Lestrar 682
Einn ástsælasti leikari þjóðarinnar Sigurður Sigurjónsson verður á Fosshótel Húsavík með glænýtt íslenskt gamanleikrit, leikrit sem fékk mjög góða dóma sem og aðsókn í Borgarleikhúsinu á yfirstandandi og síðastliðnu leikári.
Uppfærslan er samvinna þeirra Sigurðar og Bjarna Hauks Þórssonar. Áður hafa þeir unnið saman að Hellisbúanum og Pabbanum.
Hvernig eru afar í dag? Þeir eru á besta aldri, í góðri stöðu, búnir að ala upp börnin og geta loksins notið lífsins eftir brauðstritið. Margir hverjir eiga Harley Davidson í bílskúrnum og hlusta ennþá á Bítlana, en eiga það allir sameiginlegt að sofna yfir Kastljósinu á kvöldin. En verkefni afa í dag geta verið ýmis og flókin: tvískipt gleraugu, flóknar fjarstýringar, Viagra töflur og síðast en ekki síst barnabörnin.
„Barnabörnin eru eins og bílaleigubílar, maður pikkar þau upp tandurhrein, með fullan tank og leikur sér aðeins með þau, en skilar þeim svo bara aftur eftir einhverja stund grút skítugum og tómum.“ – Afinn
Afinn er sprenghlægileg og hjartnæm leiksýning sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. (Fréttatilkynning)
Afinn verður á Húsavík, Fosshótel 17 mars kl: 20:00. Miðapantanir 4641220 eða á midi.is