Einar Óli listamađur Norđurţings 2023Almennt - - Lestrar 227
Listamađur Norđurţings 2023 er Einar Óli Ólafsson tónlistarmađur, laga- og textahöfundur.
Einar er nýorđinn ţrítugur, hann er fćddur 29. apríl áriđ 1993 og er Húsvíkingur í húđ og hár.
Hann er söngvari og lagahöfundur og hefur lokiđ námi á skapandi braut hjá Tónlistarskóla Akureyrar. Hann starfar sem tónlistarkennari viđ Tónlistarskólann á Húsavík auk ţess sem hann starfar hjá félagsţjónustu Norđurţings.
Einar Óli brennur fyrir ţađ ađ skapa eitthvađ nýtt og sýna fóki afraksturinn, hvort sem ţađ er gert á tónleikum, samfélagsmiđlum eđa streymisveitum. Tónlist, laga- og textasmíđar veita honum andlega nćringu og hann notar sköpun til hugleiđslu. Hann hefur ţegar gefiđ út eina 9 laga plötu áriđ 2021, „Mind lika a maze“, og á henni er međal annars ađ finna Andreu Gylfa á selló og Pálma Gunnarsson á kontrabassa.
Síđasta áriđ hefur veriđ viđburđaríkt hjá Einari Óla. Hann tók ţátt í Idol stjörnuleit og vakti ţar mikla athygli fyrir söng sinn, textasmíđ og einlćga framkomu. Hann stefnir á ađ gefa út tvćr smáskífur međ eigin efni og eiga ţćr ađ koma út á nćstu mánuđum. Sú fyrri „Where wind takes me“ er unnin međ Kristjáni Edelstein gítarleikara og pródúsent og er komin ágćtlega á leiđ. Hina ćtlar hann ađ taka upp og útsetja sjálfur og heitir hún „Something new“.
Nele Marie Beitelstein fjölmenningarfulltrúi, Einar Óli listamađur Norđurţings 2023 og Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri.
Einar Óli listamađur Norđurţings 2023.