Dagurinn í dag er vegurinn til framtíðarAðsent efni - - Lestrar 462
Í hverju felst framtíð mín og þín, hver veit það ?
Ekki ég, enda veit enginn hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Í þessu ástandi sem ríkt hefur undanfarin misseri sannfærist ég
þó alltaf betur og betur um mikilvægi þess að hugsa um daginn í dag því hann er vegurinn til framtíðar. Draugar
fortíðar binda okkur klafa sem fylla okkur depurð, reiði og vanmætti.
Ég reyni að tileinka mér og trúa á innihaldi þessa fleygu orða .............
Að hamingjan er ekki fólgin í því að gera það sem þú hefur ánægju af, heldur hafa ánægju af því sem þú gerir.
Að sá sem fremur kýs að brosa en reiðast beri ætíð sigur úr bítum.
Að viðurkenna að manni hafi mistekist það sýnir að maður er vitrari í dag en í gær.
Að hamingjan felst í því að læra að skilja fjölskyldu og vini í stað þess að dæma.
Að fortíðinni færðu ekki breytt og áhyggjur af framtíðinni munu aðeins skemma fyrir þér líðandi stund.
Að þótt enginn geti snúið við og byrjað upp á nýtt, þá geta allir byrjað núna og endað aftur.
Kjósandi góður, taktu afstöðu því það skiptir máli.
Það skiptir máli að þú vitir fyrir hvað þú stendur og hvernig þú villt sjá framtíð sveitarfélagsins þróast til framtíðar. Við íbúar Norðurþings skrifum okkar eigin framtíð með samskiptum okkar hvert við annað og með verkum okkar. Samfélagið getur aldrei endurspeglað annað og meira en það sem íbúar þess vilja sjá verða að veruleika. Sveitarfélagið Norðurþing hefur alla burði til að vera öflugt sveitarfélag, næg eru tækifærin við þurfum bara að bera gæfu til þess að standa saman um að nýta þau okkur til hagsældar.
Pólitík snýst um afstöðu þína til lífsins. Ég tek þátt í öflugum hópi Samfylkingarfólks sem er tilbúið til að byggja hér upp öflugt velferðar og menningar samfélag. Vertu með, vertu virkur eða veittu einhverjum umboð til að koma þínum skoðunum á framfæri.
Anna Ragnarsdóttir 11. maður á lista Samfylkingarinnarinnar í Norðurþingi.