Áttavilltar að hefja sitt tíunda göngusumar

Áttavilltar, - gönguklúbbur kvenna er að hefja sitt tíunda skipulagða göngusumar.

Áttavilltar að hefja sitt tíunda göngusumar
Aðsent efni - - Lestrar 733

Úr gönguferð Áttavilltra sl. sumar.
Úr gönguferð Áttavilltra sl. sumar.
Áttavilltar, - gönguklúbbur kvenna er að hefja sitt tíunda skipulagða göngusumar.
Þetta er óformlegur félagsskapur kvenna á öllum aldri,  sem hefur það á stefnuskrá sinni að ganga í um það bil eina til tvær klukkustundir í hvert skipti, einu sinni í viku yfir sumartímann.  

Með þessu móti njótum við náttúru og útivistar saman auk þess að fá góðra hreyfingu. Reynt hefur verið að finna nýja og nýja staði til að ganga um og ekki alltaf farnar hefðbundnar leiðir.

Gjarnan bjóða konur á sitt heimasvæði og sýna og kynna sitt næsta nágrenni.
Við byrjuðum á þessum gönguferðum árið 2003 og höfum skipulagt gönguferðir í Suður Þingeyjarsýslu öll miðvikudagskvöld frá júní til ágúst hvert ár síðan.  

Birt er gönguáætlun í einn mánuð í senn og stefnt að því að þær birtist á vefsíðunum 640.is, 641.is og skarpur.is. auk þess eru "Áttavilltar" með sína eigin fasbókarsíðu.

Allar gönguferðir hefjast kl. 20 og mætingarstaðir hingað og þangað um sýsluna.  Ekki látum við veður hamla för okkar og aldrei hefur skipulögð gönguferð verið felld niður.

Allar nánari upplýsingar gefur Hulda Jóna í gsm. 867-3908 eða fjallasyn@fjallasyn.is
 
Fyrsta ganga sumarsins verður 6 júní kl 20:00, en þá verður gegnið í kringum Botnsvatn.
 
 

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744