Athugasemd vegna tímasetningar á málþingi um lúpínu.Aðsent efni - - Lestrar 804
Í dag, fimmtudaginn 9.febrúar, er málþing um lúpínu sem er um margt mjög áhugvert. Undir fundarboðið skrifar sveitarfélagið Norðurþing, en það sem vekur athygli er tímasetningin þ.e. kl. 17-21.30.
Á þessum tíma dags eru flestir bændur í kvöldverkum og geta því síður sótt málþingið af þeim sökum. Margir bændur hafa mikinn áhuga á lúpínu og uppgræðslumálum og vildu því gjarnan sitja þetta málþing en tímasetningin er neikvæð. Sama gildir um margt fólk í þéttbýli og þá sérstaklega fjölskyldufólk sem er með börn í skóla og leikskóla. Börn þarf e.t.v. að sækja á þessum tíma og/eða gefa þeim kvöldmat og hjálpa til með nám. Því má segja að tímasetningin sé líka neikvæð fyrir þetta fólk.
Sveitarfélagið Norðurþing þarf að huga að því að vera fjölskylduvænt sveitarfélag og haga tímasetningum í takt við þá hópa sem hafa áhuga á málefnum sem verið er að fjalla um. Í þetta sinn hafa áhugasamir bændur um lúpínu alveg gleymst.
Atli Vigfússon.