Áskorun til ráðherra heilbrigðis- og félagsmálaAðsent efni - - Lestrar 593
Í gærkvöldi var haldinn fjölmennur fundur með aðstandendum íbúa og íbúum í Hvammi, þar sem fyrirhuguðum niðurskurði í öldrunarþjónustunni var harðlega mótmælt. Fundurinn sendi frá sér eftirfarandi áskorun til ráðherra málaflokksins:
"Aðstandendur íbúa og íbúar í Hvammi, heimili aldraðra á Húsavík, mótmæla niðurskurði í öldrunarþjónustunni í Þingeyjarsýslum, sem ráðuneyti velferðarmála hefur boðað á næstu árum".
"Jafnframt krefjast aðstandendur og íbúar þess að þörf fyrir aukinn fjölda hjúkrunarrýma á svæðinu verði mætt nú þegar með fjölgun hjúkrunarrýma í Hvammi, og því að fallið verði frá fyrirhuguðum niðurskurði hjúkrunarrýma á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga".
"Að auki krefjast aðstandendur og íbúar þess að ráðuneytið leiðrétti nú þegar þau mistök, sem viðurkennd hafa verið hvað varðar greiðslur fyrir þá einstaklinga, sem þegar eru vistaðir í dvalarrýmum, en njóta sannanlega þeirrar þjónustu sem veitt er í hjúkrunarrýmum skv. lögum".