Atvinnu- og nýsköpunarhelgi á Akureyri

Helgina 24. – 26. febrúar næstkomandi verður haldin Atvinnu- og nýsköpunarhelgi á Akureyri. Að helginni standa Innovit, Landsbankinn og Tækifæri

Atvinnu- og nýsköpunarhelgi á Akureyri
Aðsent efni - - Lestrar 483

Frá Akureyri. Ljósm. Eiríkur Guðmundsson.
Frá Akureyri. Ljósm. Eiríkur Guðmundsson.

Helgina 24. – 26. febrúar næstkomandi verður haldin Atvinnu- og nýsköpunarhelgi á Akureyri. Að helginni standa Innovit, Landsbankinn og Tækifæri fjárfestingarsjóður í samstarfi við Akureyrarbæ. Eins styðja fjölmörg fyrirtæki af svæðinu rausnarlega við viðburðinn. Meginmarkmið helgarinnar er að efla frumkvöðlastarf og þróun nýrra hugmynda ásamt því að ýta undir atvinnusköpun á hverju svæði fyrir sig.

 

Atvinnu- og nýsköpunarhelgin er opin fyrir alla, fyrir þá sem eru með viðskiptahugmynd og þá sem hafa áhuga á að leggja sitt að mörkum við að fullmóta viðskiptahugmynd annarra. Þátttakendur njóta leiðsagnar og ráðlegginga frá sérfróðum aðilum og fá tækifæri til að hlusta á reynda fyrirlesara miðla þekkingu sinni varðandi framgöngu hugmynda og stofnun fyrirtækja. Verðlaun og viðurkenningar verða veittar fyrir bestu hugmyndirnar í nokkrum flokkum, alls nema heildarverðlaun helgarinnar 1.500.000 króna. Í framhaldi geta þátttakendur haldið áfram að þróa sínar viðskiptahugmyndir og fengið til þess ráðgjöf með það að markmiði að sem flestar viðskiptahugmyndir verði að veruleika.

 

Þetta er í annað sinn sem að Atvinnu- og nýsköpunarhelgi er haldin á Akureyri. Í apríl árið 2011  mættu yfir 70 manns og voru kynntar 27 viðskiptahugmyndir. Sigurvegari helgarinnar var viðskiptahugmyndin, Arctic Ocean World,  uppbygging á einstökum sjávardýragarði á Akureyri.

 

Enginn kostnaður fylgir þátttöku en skráning fer fram á www.anh.is. Þar er einnig hægt að nálgast dagskrá og nánari upplýsingar um Atvinnu- og nýsköpunarhelgina. (Fréttatilkynning)

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744