Arna Þórarinsdóttir: Húsavíkurbréf

Sæl þið sem eruð í vinnu, sem  sitjandi þingmenn og sitjandi ríkistjórn. Ég bý á Húsavík og er góð blanda af Norðurþingeyingi og Suðurþingeyingi og ég á

Arna Þórarinsdóttir: Húsavíkurbréf
Aðsent efni - - Lestrar 695

Sæl þið sem eruð í vinnu, sem  sitjandi þingmenn og sitjandi ríkistjórn.

Ég bý á Húsavík og er góð blanda af Norðurþingeyingi og Suðurþingeyingi og ég á varla til orð um það  hvernig þið komið fram okkur. Þið virðist vera algjörlega veruleikafyrt , við þurfum okkar þjónustu alveg eins og allir aðrir landsmenn við erum ekkert öðruvísi þó við viljum búa hér í hreina loftinu og laus við svifryk og annan viðbjóð, við erum venjulegir íslendingar og viljum sjá eitthvað  sem kallast :Réttlæti og Sanngirni, í þessu þjóðfélagi sem við búum í.

Hendið út þessari flokkapóltík hún er djöfull að draga og löngu útbrunnið kerfi. Setjið saman þjóðstjórn í guðanna bænum reynið eftir fremsta megni að vera skynsöm,  og hugsa alla leið, grunnhugsun í stjórnmálum er alltaf vitlausa leiðin,þið þurfið að taka allt með, ekki bara  leiðina fyrir hornið.

Ég er gift og á 3 yndisleg börn, er menntuð sem kokkur og félagsliði. Er líka háskólanemi. En þar sem önnur stelpan mín er fædd með nýrnagalla og þarf oft að nýta sér þjónustu H.Þ  á Húsavík, jafnvel 2  sinnum í viku með sýni til þeirra, jafnvel  8 sinnum í mánuði , þar er alveg frábær þjónusta sem ég get ekki misst. Ég get ekki hugsað mér að missa þessa þjónustu til FSA  frekar en aðra heilbrigðisþjónustu!!

En ætlið þið að greiða mér vinnutap og bensínkostnað ef ég kemst á milli vegna veðurs þegar ég þarf alltaf að keyra inn á  FSA!!Svo áttu bara rétt á 10 dögum vegna veikinda barna og ég sé mig löngu búna með þá alla vegna keyrslu á Akureyri kannski á  1 til 2 mánuðum !!!

Ég og við öll í Þingeyjarsýslum mótmælum  öll  þessum niðurskurði á Heilbrigðisstofnum Þingeyinga þetta nær engri átt.

Við erum jú lifandi ennþá!!!!!

Bestu kveðjur með von um að þið vaknið líka til lífsins.

Arna Þórarinsdóttir

Höfðavegi 13

640 Húsavík

Bréf þetta var sent nokkrum ráðherrum og þingmönnum.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744