Ályktun frá Kótelettufélagi Íslands vegna sýningar RÚV á mynd Herdísar Þorvaldsdóttur

Það rennur félagsmönnum mjög til rifja sá grimmi og nánast grímulausi áróður sem fram kom í mynd Herdísar Þorvaldsdóttur, sem sýnd var á Rúv nú fyrir

Það rennur félagsmönnum mjög til rifja sá grimmi og nánast grímulausi áróður sem fram kom í mynd Herdísar Þorvaldsdóttur, sem sýnd var á Rúv nú fyrir skömmu.

Að beina slíkum efnistökum gagnvart saklausri og ljúffengri sauðkindinni er gjörsamlega óþolandi og ólíðandi.

Þessi þrautseiga og þurftarlita skepna sem haldið hefur lífinu í landsmönnum gegnum aldirnar á annað og betra skilið.

Það er eins með blessaða kindina og mannfólkið hún dvelur þar sem hún hefur nóg að bíta,fólk hefur flakkað um landið og alltaf fylgir sauðkindin, lífgjafi þjóðar.

Við Íslendingar höfum frá landnámi gjörnýtt afurðir sauðkindarinnar, ullina,kjötið, innmat,lappir, haus og beinin verið notuð sem leikföng af ungviði.

Nú ekki alls fyrir löngu gerði slæmt veður á norður og norðausturlandi þar sem margt fé lenti í fönn. Það er ekkert nýtt að blessuð sauðkindin þurfi að glíma við náttúruöflin og oft haft betur.Það er ótrúleg seigla og lífsvilji sem hún ber með sér t.d. fannst nú kind eftir 45 daga í fönn.

Þessi harðgerða skepna ætti því að vera í tölu þjóðargersema, en ekki  þurfa að mæta slíkum áróðri eins og kom fram í sjónvarpi allra landsmanna.

Það mætti því segja að það væri Rúv til lítils sóma að bera slíkt á borð fyrir þjóðina. Ef sjónvarpið hefur greitt fyrir sýningarrétt á þessu efni, væri rétt fyrir þá sem þar ráða að endurskoða all rækilega hvernig fjármunum er varið á því búi.

Ályktað á félagsfundi Kótelettufélags Íslands sem haldinn var að Betribæ 27 október 2012.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744