Afbrotum fjölgar á Miðsvæði

Gaumur, sjálfbærniverkefnið á Norðurlandi eystra hefur nú uppfært gögn í vísi 1.4 um fjölda afbrota á árinu 2021.

Afbrotum fjölgar á Miðsvæði
Almennt - - Lestrar 194

Gaumur, sjálfbærniverkefnið á Norðurlandi eystra hefur nú uppfært gögn í vísi 1.4 um fjölda afbrota á árinu 2021.

Fjöldi afbrota er birtur miðað við að 10.000 íbúar byggju á Miðsvæði og borinn saman við þróunina á landinu öllu miðað við sama íbúafjölda. Frá upphafi vöktunartíma Gaums hefur staðan verið sú að afbrot eru umtalsvert færri á Miðsvæði en á landinu öllu. 

Þróunin á milli áranna 2020 og 2021 er á þann veg að afbrotum fjölgar hvort tveggja á Miðsvæði og landinu í heild eftir að hafa fækkað á milli áranna 2019 og 2020. Ef rýnt er betur í gögnin fyrir Miðsvæði má sjá að fjölgunin liggur í fleiri umferðalagabrotum á árinu 2021 en 2020, hegningarlagabrotum fækkar og sérrefsilagabrot eru því sem næst jafn mörg á milli ára.

Hafa ber í huga að aukið fjármagn til umferðareftirlits getur haft áhrif á að umferðalagabrotum fjölgi. 

Sjálfbærniverkefnið á Norðausturlandi er vöktunarverkefni þar sem fylgst er með þróun mála á sviði samfélags, umhverfis og efnahags á svæðinu frá Vaðlaheiði í vestri til og með Tjörneshreppi í austri.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744