tla fyrirtki innan L a gera t atvinnuleysistryggingasj?Asent efni - - Lestrar 568
Framsýn hefur miklar áhyggjur af aðgerðum LÍÚ enda ólöglegar að mati félagsins og heildarsamtaka launafólks, ASÍ. Ljóst að aðgerðirnar munu koma sérstaklega illa við fiskvinnslufólk en reikna má með að fiskvinnslufyrirtæki stöðvist á næstu dögum vegna hráefnisskorts.
Í tilefni af því hefur Framsýn skrifað Vinnumálastofnun bréf og krafist þess að fylgst verði vel með framvindu mála og hvort fyrirtæki innan LÍÚ í útgerð og fiskvinnslu ætli Vinnumálastofnun/Atvinnuleysistryggingasjóði að fjármagana launakostnað fyrirtækjanna vegna aðgerðanna. Hér er verið að vitna í lög og reglugerðir sem heimila fyrirtækjum í fiskvinnslu að sækja um endurgreiðslur á launum starfsmanna frá Vinnumálastofnun í hráefnisskorti vegna ófyrirséðs hráefnisskorts.
Að mati Framsýnar fellur heimatilbúin hráefnisskortur LÍÚ ekki undir lög og reglur fyrirtækja í fiskvinnslu um endurgreiðslur frá Vinnumálastofnun vegna hráefnisskorts. Þessum skilaboðum hefur þegar verið komið á framfæri við Vinnumálastofnun. (Fréttatilkynning)