Ungverjinn Péter Odrobéna í VölsungÍţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 709 - Athugasemdir ( )
Péter Odrobéna er nýjasti liðsmaður Völsungs. Odrobéna er Ungverji, fæddur árið 1985 og verður því 28 ára á
árinu. Hann getur bæði spilað á miðjunni sem og í vörn en hann er í kringum 190 cm á lengdina og burðugur vexti.
Odróbéna kom til landsins í lok janúar og mátti fyrst um sinn dúsa veðurtepptur undir föðurlegum armi Stefáns Jóns í
borginni við hafið.
Odrobéna hefur aðallega spilað í ungversku deildarkeppninni og á þar rétt rúmlega 100 spilaða leiki en í þeim hefur hann skorað 34 mörk. Hann kom þó hingað til lands á síðasta ári á reynslu til KF ásamt tveimur samlöndum sínum en ákvað að ganga ekki til liðs við félagið. Hann hefur nú þegar spilað sína fyrstu leiki í Völsungstreyjunni en það var í Kjarnafæðismótinu og stóð hann sig með prýði.
Dragan þjálfari er sáttur með nýja leikmann liðsins
,,Ég er mjög ánægður
með þennan leikmann, hann er stór og sterkur en hann getur einnig leyst tvær stöður á vellinum bæði miðju og vörn. Okkur vantaði
hæð inn á miðjuna og hann kemur með hana inn í þetta. Hann hefur staðið sig vel í þessum æfingarleikjum undanfarið og vonandi
að hann nái að sýna sitt allra besta með okkur í sumar," sagði Dragan Stojanovic þjálfari Völsungs um nýja leikmanninn.
Það er vonandi að Odrobéna færi Völsungsliðinu aukin gæði og muni gleðja okkur Völsunga með tilþrifum sínum innan vallar
þetta tímabilið. Péter Odrobéna vertu hjartanlega velkominn í Völsungsfjölskylduna!
Góðir vinir - Nýju leikmennirnir Péter Odrobéna og Guðmundur Óli
Athugasemdir